Fréttaannáll

Fyrirsagnalisti

06. feb. 2018 : TM styrkir Ungar athafnakonur

TM gerði styrktarsamning við félagið Ungar athafnakonur (UAK). Félagið hefur það markmið að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. Áherslur TM í jafnréttismálum eru í miklu samræmi við markmið UAK og því ánægjulegt fyrir TM að vera í hópi styrktaraðila félagsins.

21. apr. 2018 : TM mót Stjörnunnar

TM mót Stjörnunnar fór fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ 21.–22. apríl og 28.–29. apríl. Keppt var í 6., 7. og 8. flokki drengja og stúlkna. Mótið er eitt það stærsta sem haldið er á landinu ár hvert en um 3.500 krakkar tóku þátt í ár sem allir fengu verðlaunapening og gjöf frá TM.

25. apr. 2018 : Ungir ökumenn

TM vill stuðla að auknu öryggi í umferðinni og býður ungum ökumönnum og forráðamönnum þeirra að koma á bílprófsnámskeið ár hvert. Á námskeiðinu fer forvarnarfulltrúi TM yfir einföld og mikilvæg atriði en markmiðið með námskeiðinu er að minnka líkur á slysum og óhöppum í upphafi ökuferilsins.

26. apr. 2018 : TM styður við félagasamtök hestamanna

Í apríl endurnýjaði TM styrktarsamning við hestamannafélagið Fák. Með samningnum vill TM efla öflugt æskulýðsstarf en það er eitt aðalmarkmiða Fáks.

30. maí 2018 : Hugarró á ferðalagi með TM appinu

Ný stafræn lausn í TM appinu fyrir viðskiptavini. Viðskiptavinir hafa nú í TM appinu staðfestingu á ferðatryggingum sem kemur í stað plastferðakorta sem áður voru gefin út. Að auki er hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu á öllum tímum sólarhrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys. Þá eru einnig upplýsingar um hvað ferðatryggingar innifela og mikilvægar upplýsingar um hvað ber að gera komi til tjóns erlendis. Þessi lausn TM miðar að því að auka þægindi viðskiptavina, spara þeim dýrmætan tíma og auka hugarró á ferðalaginu.

03. júl. 2018 : Stórskemmti­legt TM mót í Eyjum

Mikill fjöldi fólks var saman komin í Vestmannaeyjum í júní á TM móti 5. flokks stúlkna í knattspyrnu. Mótið gekk mjög vel í alla staði en þar etja kappi lið af öllu landinu, um 900 stúlkur. Til margra ára hefur TM styrkt íþróttir barna, ekki síst í knattspyrnu kvenna.

13. sep. 2018 : TM kynnir Launavernd

Launavernd TM byggir á einstaklingsmiðaðri greiningu sem sýnir hvernig fjárhagsleg afkoma breytist komi til alvarlegra veikinda, örorku eða fráfalls. Launavernd TM reiknar hvað upp á vantar og ráðleggur þá vernd sem viðskiptavinurinn þarf. Þessi nýja þjónusta TM er frábær leið til að huga að fjárhagslegu öryggi einstaklinga og fjölskyldna.

17. okt. 2018 : Trygginga­félögin styrkja hjartadeild Landspítalans

TM ásamt öðrum vátryggingafélögum landsins styrkir hjartadeild Landspítala um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Styrk vátryggingafélaganna til hjartadeildar verður varið til að stórefla fræðslu og forvarnarstarf á vegum hennar. Hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta dánarorsök Íslendinga og því þykir vel við hæfi að vátryggingafélögin styðji við hjartadeild Landspítala með þessum hætti.

16. nóv. 2018 : TM veitir verðlaun fyrir framúrstefnu­hugmynd í sjávarútvegi

Líkt og undanfarin ár var TM einn af bakhjörlum Sjávarútvegsráðstefnunnar með aðkomu að framúrstefnuverðlaunum ráðstefnunnar. Svifaldan, verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd ráðstefnunnar, var veitt í áttunda sinn í ár en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Þá voru veittar viðurkenningar og verðlaunafé til þriggja bestu hugmyndanna.

21. nóv. 2018 : Eldvarnarátak fyrir 3. bekk grunnskóla

Árlegt eldvarnarátak hófst í nóvember og stóð fram í byrjun aðventu. Slökkviliðsmenn heimsóttu nemendur í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræddu þá um eldvarnir. TM er einn helsti styrktaraðili Eldvarnarátaksins ásamt Mannvirkjastofnun, 112, Brunabótafélags Íslands og slökkviliðanna í landinu.

04. des. 2018 : TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 3. desember 2018 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist mjög vel en um 700 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman.

24. jan. 2019 : Áhugasamir nemendur á Framadögum

TM tók þátt í Framadögum háskólanna sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík. Dagurinn gekk mjög vel og voru fjölmargir nemendur áhugasamir um starf hjá TM. Þá sýndu nemendur stafrænum lausnum TM mikinn áhuga en þau fengu m.a. að prófa að fá verð í tryggingarnar sínar hjá sýndarráðgjafa TM, Vádísi. Á Framadögum koma helstu fyrirtæki landsins saman og gefst nemendum gott tækifæri á að kynnast fyrirtækjunum og starfsmöguleikum þeirra.

08. feb. 2019 : Sýndar­ráðgjafinn Vádís boðar nýja tíma í tryggingum hjá TM

TM kynnti nýja byltingarkennda lausn á vefnum sem gerir fólki kleift að fá verð í tryggingarnar sínar samstundis ásamt möguleikanum á að kaupa þær á auðveldan máta á netinu á örfáum mínútum. Um er að ræða nýjung á tryggingamarkaði hér á landi en neytendur fá ráðgjöf frá sýndarráðgjafanum Vádísi sem tryggir rétta vernd. Markmiðið með þjónustunni er að efla aðgengi að þjónustu og auka skilvirkni og hagkvæmni í starfseminni.

21. feb. 2019 : TM appið tilnefnt til Íslensku vef­verðlaunanna

TM appið fékk tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum App ársins ásamt fjórum öðrum. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð Samtaka vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og stafrænu lausnir ásamt því að hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. TM appið var sett í loftið í janúar 2018 og er fyrsta app sinnar tegundar á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Appið er hugsað sem þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Þar er m.a. hægt að tilkynna öll algengustu tjón sem verða á heimilismunum og þar hafa viðskiptavinir góða yfirsýn yfir sín tryggingamál.