Gjaldþol og gjaldþolskrafa
Félagið hefur sett sér markmið um gjaldþolshlutfall upp á 1,5 með vikmörkum frá 1,4 til 1,7. Fari gjaldþolshlutfallið út fyrir mörkin kallar það á viðbrögð stjórnar og starfsmanna. Raunstaða gjaldþols eftir að búið er að taka tillit til arðgreiðslutillögu er 14.583 milljónir króna. Gjaldþolskrafan er 8.362 milljónir króna og gjaldþolshlutfallið því 1,74.
Heildaráhætta félagins lækkaði á liðnu ári sem má að mestu rekja til lækkunar markaðsáhættu. Bæði innri og ytri þættir gerðu það að verkum að markaðsáhættan lækkar en alþjóðlegt hlutabréfaálag er mjög lágt um þessar mundir. Allir áhættuflokkar voru innan áhættuvilja félagsins nema mótaðilaáhætta sem er mjög árstíðabundin og var hún rétt fyrir neðan viðmið en þó á skilgreindu viðbragðsbili. Í ljósi lægri áhættu og að teknu tilliti til fyrirhugaðrar arðgreiðslu þá er gjaldþolshlutfall félagsins hátt og yfir viðmiði áhættuvilja. Vitað er að hlutfallið mun lækka strax á nýju ári og sterk staða mun líka gefa félaginu ákveðinn sveigjanleika inn í nýtt ár.
Félagið reiðir sig að miklu leyti á staðalreglu Solvency II fyrir tölulegt áhættumat í áhættuskýrslu til stjórnar. Mikið verk er að hanna og fá samþykkt eigið líkan og notkun staðalreglu hefur hjálpað til við að einfalda og upplýsa stjórn um áhættustöðu og þróun.
Gjaldþolshlutfall
Gjaldþol og gjaldþolskröfur
Staða áhættu (gjaldþolskröfur)